Wednesday, April 13, 2016

Long time no see amigos!

Jææææja, halló halló, er ekki komin tími á einhverja færslu frá mér? 

Ég er ekki búin að gleyma þessari síðu, ég er bara búin að vera ótrúlega upptekin frá því ég kom aftur til Íslands. Það má segja að þetta ár hafi haft með sér í för miklar breytingar frá því árinu áður. Ég flutti aftur í heimabæ minn, Vestmannaeyjar, sem ég hef ekki búið á síðan ég var 18 ára, komin heim í mömmu og pabbahús í smá tíma, get ekki kvartað þar. Ég byrjaði í nýrri vinnu í Janúar, er víst orðin sjoppukelling, er að vinna sem grafískur miðlari/hönnuður heima frá mér, datt óvart í samband áður en ég flutti aftur til Íslands og er því í fjarsambandi og síðan hef ég ákveðið að sækja um í skóla í Kanada í Bachelor nám í Grafískri Hönnun. En með þeirri ákvörðun fylgir mikil vinna og undirbúningur.  Ég þarf til dæmis að taka enskupróf sem kallast TOEFL, og er þetta svona staðlað enskupróf sem skólar úti vilja að alþjóðlegu nemendurnir taki til þess að þeir geti séð enskukunnáttu þeirra. Ég ætla ekki einu sinni að fara útí hversu pirrandi mér finnst þetta próf vera haha, ég er búin að taka það einu sinni og var ég 9 stigum undir þeirri einkun sem ég vil vera með og þarf að vera með til þess að geta verið metin inní einhvern skóla þarna úti, en ég gefst ekki upp! Læri bara betur og meira og ég skal ná þessu næst! Það er nú ekki eins og ég skilji ekki ensku þar sem ég þarf að tala við kærasta minn á hverjum degi á ensku og fjölskylda systur minnar eru bara enskumælandi. Þetta próf er sjúklega stressandi og verð ég að ná tökum á því, en þetta hefst allt í endan, ég trúi bara ekki öðru! (Vera jákvæð). En nóg um þetta próf. 


Mikið var nú gott að komast aftur í kúr hjá Perlu minni <3

Ást mín á Avocado hefur enn ekki dvínað, held ég nú bara aukist! Í dag var ég í einhverju stuði að prufa eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og fann ég þessa æðislegu uppskrift af Avocado trufflum, og eru þær vægast sagt TRUFLAÐAR! Ég er svo mikill sælkeri að ég verð alltaf að eiga eitthvað svona í frystinum til þess að grípa í þegar löngunin í eitthvað sætt blossar upp hjá mér. Er ég búin að fá nokkrar fyrirspurnir á snapchattinu mínu að deila þessari uppskrift með sér og ákvað ég þá að það hlaut að vera komin tími á eins og eitt stykki bloggfærsla með uppskrift. En ég ætla ekki að drekkja ykkur í blaðri í mér og segja þetta gott í bili. 

Ást, gleði og friður til ykkar allra og megið þið öll njóta þessara geggjuðu súkkulaði avocado bombu sem fitar engan! Draumur í dós fyrir súkkulaði unnendur eins og mig! 

Nammigott!


Dökkar súkkulaði Avocado trufflur


Innihald:

1 bolli dökkt súkkulaði (ég notaði 2 sykurlausar plötur með stevia, fást í krónunni)
1 tsk kókosolía
1/2 stórt Avocado
Smá sjávarsalt
3 msk kakóduft

Aðferð:

1. Setjið súkkulaði og kókosolíu í skál og bræðið í örbylgjuofni, ég byrjaði á 40 sek, tók út og hrærði saman og endurtók þar til allt var bráðið.
2. Avocado sett í blandarann eða matvinnsluvél og blandað þar til orðið að mauki.
3. Súkkulaðinu hellt ofaní blandarann og salti bætt við, blandið vel. 
4. Skella blöndunni í annað form og geymist í kæli í um 1 klst. 
5. Eftir kælingu ætti blandan að vera orðin stíf og þá má móta kúlur.
6. Veltið kúlunum uppúr kakóduftinu og raðið helst á ittala disk, en ég er víst ekki nógu cool að eiga svoleiðis þá notast ég við gamlan, eiturbláan blómadisk frá mömmu. 

SÚKKULAÐI-BOMBA

NJÓTIÐ VEL ELSKURNAR! <3

-Alexandra Sharon

No comments:

Post a Comment