Förðun & tíska

Húðumhirðan mín



Morgun:

1. Ég byrja daginn á að þrífa húðina með Clinique Redness solutions.
2. Næst set ég á mig Clinique moisturizing gel. Fýla þennan vel afþví þessi gefur vel raka án olíu.
3. Clinique redness solutions dagkremið hefur hjálpað mér mjög vel að halda rauðunni í skefjum.

Kvöld:

1. Clinique take the day off er mjög gott til að fjarlægja farðann en hann er eins og kókosolía.
2. Clinique achne solutions nota ég til að þrífa húðina á kvöldin en þegar húðin byrjar að verða þurr þá skipti ég yfir í redness solutions. Þessi hreinsir hefur hjálpað rosalega mikið við bólurnar!
3. Hér nota ég aftur moisturizing gel fyrir svefninn.
4. Síðan enda ég á að setja á mig Clinique moisture surge intense til þess að gefa húðinni extra vel raka.

*. Í baráttu við bólurnar þá er Clinique anti-blemish solutions cleansing gel algjör snilld! Ég nota þennan ekki daglega en ef ég er með bólur þá set ég smá af þessu á þær og þær eru horfnar daginn eftir! Mæli mjög vel með þessum.


Hversdagsförðunin mín

Ég hef alltaf verið hrifin af förðun og hér ætla ég að sýna ykkur hvað ég nota dagsdaglega.


1. Fm group light concealer
Mjög þægilegur hyljari fyrir augun, léttur og auðveldur penni sem endist vel.

2. Estée Lauder BB krem 
Mjög gott BB krem sem hentar minni húð mjög vel, ég er sérstaklega þurr á veturnar og gefur þetta krem húðinni minni góðan raka og hylur vel.

3. Mac studio finish concealer 
Æðislegur hyljari sem hylur vel flekki og misfellur í húð.

4. Mac studio fix fluid 
Eitt besta fljótandi meik sem ég hef notað, hefur mikla þykkt og þar sem ég er með mjög rauða húð vantar mig meik sem hylur vel.

5. Mac blot powder pressed
Mjög gott ósýnilegt púður sem ég nota yfir meikið til að það setjist betur og smiti síður út frá sér. Hef notað líka í lausu formi, bæði virka vel en þetta er þægilegra í veskið.

6. Estée Lauder Bronze Goddess
Elska þennan bronser! Og endist manni endalaust lengi!

7. Mac Blush baby
 Fallegur kinnalitur sem gefur náttúrulegan lit á andlitið.

8. Mac fluidline black track
Ég elska svarta eyeliners og helst svona kattaraugu, ég set þetta þó ekki á mig á hverjum einasta degi, kanski svona annan hvern dag ;)

9. FM group Mascara volume design
Mjög góður maskari sem gefur góða fyllingu og lengd í augnhárin.

10. Lancome color design pink preview
Uppáhalds varaliturinn minn í dag! Bleikur og mattur! Love it.

11. Clinique instant lift for brows
Mjög þægilegur blýantur á augun, gefur náttúrulegt lúkk.

Ég með hversdags förðunina





No comments:

Post a Comment