Thursday, April 23, 2015

Gott chia í millimál

Gleðilegt sumar!

Voðalega er ég komin með mikin sumarfiðring og farin að hlakka vandræðarlega mikið til að fá sólina og sumarilminn! Hinsvegar hérna í Kanada ákváðu veðurguðirnir að gefa okkur smá skammt af íslensku veðri og sendu smá snjó seint í gærkvöldi, en hann hverfur fljótt, ég hef engar áhyggjur af því. Það eru skemmtilegir mánuðir fram undan hjá mér, Helga vinkona mín kemur í heimsókn um miðjan maí og síðan fer ég til Íslands í tvær vikur í byrjun Júní! Jibbí!

Hinsvegar langar mér að deila með ykkur chia graut sem ég fæ mér stundum sem millimál, ég elska chia! Fullt af omega, andoxunarefnum og trefjum. Hægt er að setja hvað sem manni langar í chia grautinn en uppskriftin hér að neðan er sú sem mér finnst best.


Verði ykkur að góðu!

Langar að skella einni mynd með hérna inn af mér sem tölvufígúru, afþví bara!

Kínverskt app sem slær í gegn hjá mér!


Thursday, April 9, 2015

"Ég ætlaði alltaf að verða doktorsritgerð, en ég endaði sem málsháttur" - Nizza háskaegg

Hvað er betra en að  liggja uppi í rúmi, undir sæng og heyra regndropana berja á gluggana og þakið á húsinu? Núna eru hinsvegar þrumur og eldingar! Gerist ekki vorlegra en það hérna í Kanada. Verð nú að viðurkenna að ég verð alltaf smá smeik þegar ég sé eldinguna blossa inn í herbergið mitt og þrumu hljóðið á eftir. En nóg um það mig langar að tala um síðast liðnu daga! Ég trúi því varla að páskarnir séu búnir og liðið er fram á aðra vikuna í Apríl! Þvílíkt hvað tíminn er búinn að líða hratt. Páskarnir hjá okkur voru rosa góðir, einkenndust af góðum mat, söng og íslensku nammi! Mamma sendi okkur þrjú páskaegg - eitt á mann - við ákváðum þó að deila svo að allir fái smakk af öllu. Karamellukurl-, Lakkrís- og Rís páskaegg. Við gátum ekki staðist þess að bíða alveg fram á Páskadag að opna allavega eitt páskaegg, þannig á föstudaginn langa var ráðist á eggin. Þvílík gleði og þvílík sykurvíma! Enn eigum við eggin og munum við líklegast eiga þau alveg nokkra næstu nammidaga! Jamjam! 

Svo alltof girnileg páskaegg!

Síðast liðnar 8 vikur hef ég verið að syngja með í kór á vegum kirkju sem systir mín og maður hennar fara í. Við erum hópur af fólki sem hefur áhuga á söng og er opinn fyrir öllum. Á Föstudaginn langa var loksins okkar fyrsta sýning. Það var svokallað "Stations of the Cross" í kirkjunni og komu saman margir listamenn sem sýndu verk sín í "action" yfir daginn. Ein kona var t.d. að vefa heilt teppi og þangað gat fólk komið með litla miða með bæn sem hún vóf (ég veit ekki alveg hvort ég sé að fara með þetta orð rétt) inn í teppið, aðrir listamenn gröffuðu fyrir utan, aðrir máluðu myndir, spiluðu á hljóðfæri, lásu ritningar og fleira. Þá var það kórinn minn sem söng tvö lög 4x yfir daginn, annað lagið var Down to the river to pray og seinna lagið var Halleluja. En við lagið Halleluja gerðum við svokallað Flashmob og það kom alveg skemmtilega á óvart. Tókst það rosalega vel og eftir á kom fólk upp að okkur alveg snortið, það snortið að ein konan var grátandi sem kom og talaði við mig. Að finna það að við gáfum svona af okkur var alveg æðisleg tilfinning. Ég held að við höfum sko alveg átt þetta páskaegg um kvöldið skilið! :) Fyrir þá sem vilja sjá þá er hægt að smella HÉR til þess að horfa á myndband af flashmobinu.

Systurnar saman á Föstudeginum langa <3

Á Páskadag fórum við til tengdamömmu systur minnar, fengum lambalæri í aðalrétt og íslenskar pönnukökur í eftirrét a la moi. Pönnukökurnar slá alltaf í gegn! En talandi um mat, þá prufuðum ég og Natalja að elda Swahili fisk með hnetusósu sem ég fann á www.cafesigrun.com. Eins og ég hef sagt áður þá er ég algjör gikkur á fisk. En vá, þessi réttur sem við gerðum var rosalega góður og kom svo skemmtilega á óvart! Mér var ekki farið að lítast á blikuna þegar við röðuðum fiskinum í eldfasta mótið, lauknum, tómötunum og síðan MANGÓ yfir! Og í þokkabót var hnetusósa á hellunni til þess að hafa með fiskinum. Svo svakalega skrítin samsetning en virkar alveg fáránlega vel. Ég mæli vel með þessum rétt ef þið viljið prufa einhvern framandi og góðan fiskirétt. En nú er kominn tími fyrir mig að fara að sofa, á meðan þið á Íslandi eruð að rísa úr rekkjum sef ég vært :)


Eigið frábæran dag!

Alexandra Sharon