Thursday, April 23, 2015

Gott chia í millimál

Gleðilegt sumar!

Voðalega er ég komin með mikin sumarfiðring og farin að hlakka vandræðarlega mikið til að fá sólina og sumarilminn! Hinsvegar hérna í Kanada ákváðu veðurguðirnir að gefa okkur smá skammt af íslensku veðri og sendu smá snjó seint í gærkvöldi, en hann hverfur fljótt, ég hef engar áhyggjur af því. Það eru skemmtilegir mánuðir fram undan hjá mér, Helga vinkona mín kemur í heimsókn um miðjan maí og síðan fer ég til Íslands í tvær vikur í byrjun Júní! Jibbí!

Hinsvegar langar mér að deila með ykkur chia graut sem ég fæ mér stundum sem millimál, ég elska chia! Fullt af omega, andoxunarefnum og trefjum. Hægt er að setja hvað sem manni langar í chia grautinn en uppskriftin hér að neðan er sú sem mér finnst best.


Verði ykkur að góðu!

Langar að skella einni mynd með hérna inn af mér sem tölvufígúru, afþví bara!

Kínverskt app sem slær í gegn hjá mér!


No comments:

Post a Comment