Hver er ég?

Alexandra Sharon Róbertsdóttir, fædd 31.maí 1991. Ólst upp í Vestmannaeyjum en flutti í borg óttans 18 ára gömul. Er dóttir tveggja kennara Sólrún Bergþórsdóttir (fyrrum kennari, fékk brjálæðiskast um fimmtugt og menntaði sig sem náms- og starfsráðgjafi) og Róbert Hugo Blanco, ensku- og spænskukennari í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Það má segja að ég sé mjög vel blandaður kokteill, í föðurætt er ég argentínsk og frönsk, í móðurætt er ég íslensk og færeysk. Nú bíða allir spenntir að sjá hvers lenskan mann ég mun finna mér! Ég á eina systir sem er ellefu árum eldri en ég og er hún gift kanadískum manni, eins og ég sagði, vel blönduð fjölskylda. Því miður eru engin barnabörn komin þar sem við systurnar eigum bara ketti, foreldrum okkar til mikillar gleði... Það má segja að það sé sannkölluð kattarbaktería í þessari fjölskyldu. 

Update: Fjarsamband með kanadískum strák sem er ættaður frá Jamaica, ég bara varð að blanda aðeins meira í þessari fjölskyldu ;)

Ég er grafískur miðlari að mennt, áhuga tónlistarkona og eldabuska.

Frá því ég man eftir mér hefur hugur minn alltaf reikað um á listræna sviðinu. Ég hef unun af góðri tónlist, myndlist, ljósmyndun og grafík. Einnig hef ég alltaf haft áhuga á eldamennsku og allt sem tengist því, en undanfarið hef ég verið að prufa mig áfram á hollari kantinum og er mér farið að líka mjög vel við þann lífstíl. Ég stunda líkamsrækt samhliða hollri eldamennsku. Ég ætla mér stóra hluti í framtíðinni! Er það ekki hugarfarið sem maður á að hafa? 

Eitt skref í einu!

Kv. Alexandra Sharon

No comments:

Post a Comment