Thursday, April 28, 2016

Huskið bætir og kætir lífsgæðin!

Sólin skín, skítakuldi úti en maður brosir í gegnum það. Magnað hvað það getur gert manni gott að vakna snemma með sólina á lofti heldur en í niðamyrkri. Ég náði loksins í morgun að rífa mig snemma á fætur og skella mér í ræktina áður en ég þurfti að mæta í vinnu klukkan 9. Ég bara elska að sofa að mér finnst stundum freeekar leiðinlegt að vakna svona snemma haha.

Vestmannaeyjar svo fallegur staður <3

Nú er ég alltaf að spá og spekúlera í mataræðinu, það er jú næringin sem heldur okkur á lífi. Ég lít á mannslíkamann sem vél og maturinn er orkan okkar, því skiptir rétt mataræði svo miklu máli, ég fer nú varla að setja dísel á bensín vél ;) Ég hef prufað ýmislegt og hef ég fundið út að þegar ég tek út hveiti og sykur þá líður mér líkamlega best. Því fór ég að hugsa hvernig glúten óþol lýsti sér, og jújú ég tengi við mjög margt þar, þannig núna hef ég ákveðið að prufa að taka út glúten næstu vikur/mánuði og sjá hvaða áhrif þetta hefur á mig. Ég er því að verða ein af "Er þetta glúten frítt?" fólkinu, sorry... not sorry.

Nýlega kláraði ég að vinna að umbroti að bók fyrir rithöfund í Reykjavík sem heitir Hanna Ólafsdóttir, yndisleg og klár kona. Hún skrifaði bók sem heitir Fæðingarsögur og fjallar hún um sögur 50 íslenska kvenna, hvernig þeirra reynsla var að eignast barn. Ég sjálf hef ekki eignast nein börn en mér fannst mjög áhugavert og skemmtilegt að lesa þessar sögur, hún nær að koma þeim svo skemmtilega fram. Hér er hægt að sjá viðtal við hana á Vísi http://www.visir.is/allt-a-ad-vera-fullkomid/article/2016160429024  og á Bleikt http://bleikt.pressan.is/lesa/otholandi-typa-og-49-adrar-faedingarsogur/#.VyJah0zvCl4.facebook. Bókina verður hægt að nálgast í flestar bókaverslanir á næstunni.

Það var frekar súrrealískt að fá bókina í hendurnar

En ég held það sé kominn tími á eina uppskrift frá mér. Husk hefur orðið góður vinur minn, daglega fæ ég mér husk og hefur það betrumbætt mataræði mitt til muna. Hér eru einungis brot af því sem Husk getur gert fyrir mann:

  • Betri melting
  • Styrkir hjartað
  • Lækkar kólesteról
  • Hjálpar til við kílóin

Það sem ég ætla að bjóða uppá í dag er mjög skemmtileg uppskrift þar sem það er hægt að leika sér mjög að henni. Husk morgunmúffur, sem eru líka alveg leyfilegar í þrjúkaffinu eða hvenær sem manni langar í ;) 

Unaðslegar!

Husk-morgunmúffur

Gerir 4

Innihald: 

1/2 stappaður banani
1 egg
1/2 - 1 dl husk (ég helli vanalega bara eitthvað oní skálina því ég er dáldið mikill slumpari, 
en myndi giska á að þetta væri sirka svona mikið sem ég set, fer líka eftir 
hversu mikla þykkt þið viljið í deigið)
1 msk sykurlaus eplamús
1/3 tsk vínsteinslyftiduft
Kanill (valkvæmt, hægt að nota önnur krydd eins og t.d. hreint kakó)
1/2 skeið vanilluprótein (valkvæmt)
1 röð af niðurbrotnu stevía súkkulaði (valkvæmt) 
Slumma af Karamellu sýrópi frá Walden farms (valkvæmt)
Örlítið salt

Aðferð:

1. Banani stappaður
2. Öllu blandað saman við í eina skál
3. Fjögur múffuform spreyjuð með pam spreyji áður en deigið er sett ofaní, huskið vill 
svo til að festast
4. Inní ofn á 200°C í 15-20 mín, eða þar til gullin


Það er vel hægt að breyta til og bæta við þessa uppskrift, t.d. setja bláber, valhnetur, nota súkkulaði sýróp í staðinn fyrir karamellu, nota hunang í staðinn fyrir eplamús, you name it! Endilega leikið ykkur að þessu og njótið!

Þetta er mjög gott súkkulaði :)


ps. Í dag er akkurat mánuður í að kærasti minn komi til Íslands að heimsækja mig, það ískrar í mér af spenningi! <3 

The love of my life <3


Þar til næst!

Alexandra Sharon




No comments:

Post a Comment