Thursday, July 9, 2015

Sumarið, sól og söngur

Nú er orðið frekar langt síðan ég skrifaði hér inná, sumarið er búið að stela tíma mínum! Búið að vera nóg að gera, ég heimsótti Ísland í júní í 2 1/2 viku sem var yndislegt. Fékk vott af góðu íslensku sumri þá daga sem ég var þar, rigning og rok á köflum. Verð nú eigilega að segja að stundum saknar maður íslenska lofstlagið hérna úti þegar það er orðið alltof heitt og loftið alltof rakt. Svo þegar veturinn kemur þá get ég lofað ykkur því að ég vilji frekar fá sólina aftur! Maður verður bara að minna sig á daglega að njóta hvers dags sem maður hefur, lifa í núinu og vera þakklátur fyrir það sem manni er gefið í lífinu. Hversu erfitt sem það getur stundum verið, þá reyni ég alltaf að horfa á það jákvæða í lífi mínu heldur en að einblína á það neikvæða. Núna um daginn var ég að syngja á tónleikum hérna í Guelph með almennings kór (community choir). Kórinn heitir Cork street chorus og erum við með yndislegan kórstjóra sem kemur frá Írlandi. Kórinn var stofnaður í Janúar og var eigilega tilraun í byrjun. Nú hefur kórinn vaxið vel og fyrstu stóru tónleikarnir okkar voru haldnir 3 júlí síðast liðinn. 

Tekið frá tónleikunum

Þema tónleikana voru lög af "hvíta tjaldinu" og var mikil vinna lögð í þetta verkefni. Við fengum sjálboðaliða sem vildu sjá um að gera allskonar tegundir af poppkorni og óáfenga kokteila fyrir gesti, við fengum kynni, við fengum hljómsveit til að spila með okkur og hljóðmenn. Tónleikarnir fóru fram úr okkar vonum og komu 118 manns til að horfa á okkur syngja, aðgangur var frír en við vorum með styrktarbauka á staðnum fyrir Hope House sem sérhæfir sig í að hjálpa fjölskyldum á götunni. Við náðum að safna yfir 500$! Og aðalmarkmiðið okkar var bara að skemmta okkur og tjá okkur með tónlist, við fengum bónus ofaná það að geta aðstoðað svona frábæru framtaki fyrir heimilislausa. Þetta gladdi hjarta mitt. Ég er búin að kynnast yndislegu fólki í gegnum þennan kór sem ég er svo þakklát fyrir. En þetta er svona aðalega sem er búið að vera að gera hjá mér hérna úti síðan ég kom aftur, um leið og ég fæ einhverjar upptökur frá tónleikunum þá fáið þið auðvitað að sjá líka! 

Cork street Chorus! 

En að öðru, þá var ég að bæta inn í uppskriftirnar. Ég elska Avocado, ég gerði það ekki áður, en núna kann ég virkilega að meta Avocado. Eina sem ég á erfitt með er að borða það hrátt. Þannig ég hef prufað mig áfram og besta útkoman sem mér fannst var að baka það í ofninum. Avocado í smoothie er líka æðislegt, ég mun bráðlega setja inn uppskrift af því. En á meðan, njótið, elskið og lifið! 

Alexandra Sharon