Friday, April 15, 2016

♡ Jákvæðnisbros frá mér til ykkar ♡

Góðann daginn fallegu þið <3

Ég fékk allt í einu einhverja svakalega löngun í að skrifa smá færslu hérna, greinilegt að ég er komin aftur í blogg gírinn ;) Ég lofa þetta verður ekki ritgerð, allavega ekki löng hehe :)

Fyrir nokkrum vikum síðan var auglýst frí fjarþjálfun, 12 vikna áskorun, hjá einkaþjálfara sem heitir Skúli Pálmason. Ákvað ég að slá til og vera með, ég ákvað þó að vera ekki í keppninni sjálfri heldur taka þetta bara fyrir mig, og verð ég að segja að þetta er algjör snilld! Við höfum aðgang að innri vef, erum með facebook grúppu, snapchat aðgang (sterkarstelpur) og æfingarprógrömm, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Það er svo gaman að fá að fylgjast með hinum stelpunum, allar svo duglegar og standa sig svo vel og tek ég hattinn ofan fyrir þeim sem segja frá slæmu dögunum og viðurkenna að hafa hafa fengið sér súkkulaði á miðvikudegi eða sleppt líkamsræktinni en þá erum við allar tilbúnar í að peppa hvor aðra upp og viðurkenna okkar eigin slæmu daga. Það er ekki alltaf auðvelt! En við getum ekki verið fullkomin, og annað væri heldur ekkert gaman ef það væru engar áskoranir í lífinu! 

Preach!

Ég er ein af þeim sem hef alltaf haft aukakíló á mér frá því ég fæddist! Mér var strítt þegar ég var krakki, auðvelt skotmark þar, en einhvern vegin hef ég alltaf verið hamingjusöm með sjálfa mig. Jújú það koma misgóðir dagar hjá mér, ég ætla ekkert að fara að sykurhúða það, og það var eitt tímabil í lífi mínu sem mér fannst ég vera svolítið týnd og fannst ég ekki passa neinstaðar inn en fyrir mér er þetta bara einn partur af leið minni að kynnast sjálfri mér og móta mig sem einstakling. Mín stærstu og bestu skref voru að flytja fyrst erlendis, nánar tiltekið til Kanada, þegar ég var 16 ára gömul. Það opnaði augun mín (og kveikti á ferðabakteríu minni) hversu margir möguleikar eru til staðar fyrir mig. Að taka svona stórt skref svona ung var stressandi fyrst og mjög erfitt en þegar upp var staðið þá var þetta það besta sem ég gat gert fyrir mig. Ég er alls ekki að segja að þetta henti öllum og að ég viti allt bara orðin 24 ára gömul (verð 25 ára í næsta mánuði holyyyy...)en mig langar að hvetja þá einstaklinga sem finnast þeir vera í föstum skorðum í lífinu að stíga skref út fyrir þægindahringinn og ögra sjálfum sér til að sjá hversu mikið þið eruð fær um að gera. Afþví við eigum það til, allavega ég, að mikla hluti fyrir okkur og draga okkur niður með þeirri hugsun "Ég get ekki gert þetta" en svo komum við okkur alltaf á óvart með getu okkar og ef okkur mistekst þá er ekkert sem stöðvar okkur að reyna aftur og gera betur næst. Akkurat núna er ég einmitt að íta mér áfram að lesa, já lesa, fyrir öðrum gæti lestur verið eitthvað fáránlega lítið mál og finnst þetta bara asnalegt en fyrir mér er þetta mikið mál og það er það eina sem skiptir máli. 

Ég hef alltaf elskað súkkulaði en ég hef líka alltaf verið fabulous! ;)

En það sem mig langar í raun að segja er að við erum öll einstök á okkar eigin hátt, elskum okkur sjálf og hvort annað. Andleg heilsa skiptir gífurlega miklu alveg eins og líkamleg heilsa. Skiptir ekki máli hvort við séum stór, lítil, feit, mjó, svo framarlega að við erum ánægð og líður vel þá er framtíðin björt (ótrúlega mikil jákvæðnispepp jájá koma svo). Jákvæðni mín sem Guð gaf mér og mamma kennt mér hefur hjálpað mér að sigrast á ýmislegu! Ekki brjóta ykkur niður þó þið fenguð ykkur eitt nammi eða kanski fimmtán (ég tek nammi fyrir afþví ég er svo mikill grís og er með týpíska sykursjúklinga syndrome). Tökum einn dag í einu <3

En nú ég ætla að láta þetta gott heita og vona að þið farið peppuð inní helgina, sumar dagurinn fyrsti í næstu viku, eins gott að taka fram kuldagallann! Soooorrryyy ekkert jinx í gangi hérna!

♡ Ást, gleði og friður til ykkar allra ♡

p.s. Áfram Sterkar stelpur! 

Alexandra Sharon



No comments:

Post a Comment