Tuesday, September 15, 2015

Avocado Brownies - enginn sykur, ekkert hveiti, engar mjólkurvörur!

Eins og ég hef sagt frá áður þá er ég búin að taka út sykur, hveiti og mjólkurvörur. Hljómar hræðilegt, en vá það er sko aldeilis hægt að baka án þess að nota þessi innihöld! Og eins og þið hafið tekið eftir og ég deilt með ykkur að ég eeeelska Avocado! Þar sem ég átti nokkur Avocado sem nauðsynlega þurfti að nota áður en þau skemmdust, hví ekki að baka eitthvað úr þeim? Ég fann þessa æðislegu uppskrift af Avocado Brownies. Enginn sykur, ekkert hveiti, engar mjólkurvörur.... a dream come true! Eina sem mér fannst var að útkoman var meira eins og mús heldur en brownie, hún var mjög mjúk og áferðin silki en mjög bragðgóð. Ég ætla að prufa hafa hana í frysti og sjá hvernig hún kemur út þannig. Kanski í framtíðinni mun ég prufa mig eitthvað áfram með þessa uppskrift, spurning um að bæta við döðlum eða einhverju gúmelaði. En hér kemur uppskriftin sem ég notaði í dag, vona að þið njótið jafn vel og ég.


Avocado Brownies

Innihald:

1/2 bolli dökkt sykurlaust súkkulaði/súkkulaði dropar 
(ég nota dökka súkkulaði dropa sem eru sættir með stevia)
1 msk kókosolía
2 stór avocado
1/2 bolli sykurlaust sýróp (eða önnur sæta)
2-3 msk Xylitol
1/4 bolli hreint kakó
1 msk vanillu dropar
1 msk kókoshveiti 
(ég átti það ekki en tók kókosmjöl og muldi það í kaffikvörn)
3 egg
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt

Aðferð:

1. Bræðið saman kókosolíu og súkkulaði í örbylgjofni í sirka 30-40 sek, viljum að þetta sé silkimjúkt.
2. Maukið avocado í matvinnsluvél þar til það er silkimjúkt, enga kekki, viljum ekki guacamole ;)
3. Blandið restinni af uppskriftinni saman í matvinnsluvélinni (líka hægt að nota handþeytara).
4. Þegar allt er orðið vel blandað hellið í eldfast mót og bakið í 30-35 mínútur á 180°C. 
5. Eftir bakstur leyfið henni að kólna og geymið svo í kæli í sirka 30 mínútur. 




Verði ykkur að góðu!

Alexandra Sharon

No comments:

Post a Comment